
Fleiri en eitt hross
Ef seljandi er með fleiri en eitt hross til sölu þá mælum við með því að skrá sig á póstlistann okkar. Þá fær seljandinn tölvupóst í hvert skipti sem fyrirspurn kemur inn þar sem óskað er eftir tilteknu hrossi. Þetta er nýjung og verður vonandi til þess að kaupendur fái að velja úr fleiri söluhrossum og gefur seljendum kost á að bjóða fram hross án þess að það sé auglýst opinberlega.
Sölulaun
Uppgefin verð skulu í ÖLLUM tilfellum innihalda 10% sölulaun eða eftir samkomulagi, en þó aldrei lægri en 70 þús kr + vsk. Ef hross eru auglýst á öðrum heimasíðum eða á facebook síðum á lægra verði en gefið var upp er hest.is heimilt að selja hrossið á því verði með sölulaunum inniföldum.
Nákvæmni
Heiðarleiki er aðalatriðið í öllum viðskipum og því er gríðarlega mikilvægt að lýsingin sé nákvæm og engum göllum leynt. Ánægja viðskiptavina felst í því að fara framúr væntingum og það er því betra að gera heldur meira úr göllum en minna og leitast við því að viðskiptavinurinn verði sáttur og ánægður með kaupin, þegar það takmark næst er líklegra að kaupandinn leiti eftir viðskiptum við viðkomandi síðar og bendi fólki í kringum sig á að gera slíkt hið sama.
Óheiðarleiki og slæmt orðspor mun ávallt koma í bakið á seljandanum - stöndum saman við að bjóða einungis úrvals vöru til sölu sem stenst lýsingu og væntingar.
Póstlisti
- Nýjung á vefnum er póstlisti þar sem seljendur geta skráð sig og þannig fengið tölvupóst í hvert skiptið sem opin fyrirspurn berst um leit að ákveðinni hestgerð, tryppi, ræktunargrip eða jafnvel þjónustu. Þegar hross er boðið verður það að vera við hendina, þ.e. unnt að gera myndband eða sýna tamin hross og tekið nýjar myndir og myndbönd af stóðhrossum.
Einnig þarf að vera hægt að senda áhugasama kaupendur heim á bæi til að skoða gripina, annaðhvort í fylgd með okkur eða á eigin vegum.
Myndefni
Tækninni hefur sem betur fer fleytt mikið fram og margir geta bjargað sér með myndbönd af hrossum sínum. Hest.is býður uppá myndbandsupptöku af hestum og reynir eftir fremstu getu að gefa sér tíma í það. Hafið samband ef þið viljið að hrossin séu tekin upp.
Verðlisti
Það er FRÍTT að auglýsa hross á síðunni en... smáa letrið er að ef hross selst innan fimm mánuða frá því að það er auglýst þá greiðist 15.000 kr. + vsk fyrir vinnuna við að setja auglýsinguna inn og svara fyrirspurnum.
Ef hrossið selst ekki þá greiðist ekkert fyrir auglýsinguna.
Sjái Hest.is um myndatöku og myndvinnslu greiðist 12.000 kr. + vsk fyrir það pr. hest. Ef um fleiri hross en eitt er á sama stað er um samkomulag að ræða.
Hest.is getur neitað öllum um auglýsingu á vefnum ef talið er að markaður fyrir hrossinu sé lítill sem enginn eða verðið sé ekki sanngjarnt.
Með von um áframhaldandi ánægjuleg viðskipti við hesteigendur.
- Skilmálar
Þegar hestur er auglýstur á Hest.is þá ber seljanda að greiða sölulaun ef kaupandi hefur haft samband í gegnum síðuna. Gagnsæi í viðskiptum er mikilvægt og að hægt sé að benda viðkomandi óhikað að hafa samband við eiganda/ræktanda/umráðamann hestsins. Seljist hrossið í kjölfarið ber seljanda að greiða hest.is sölulaun, sé sannað að kaupandi hafði samband við hest.is í upphafi.
Dögg frá Mosfellsbæ (sold)
Dögg is a good looking 4-gaited mare with 7,98 in total score in FIZO. She has 9,0 for her excellent tölt and 9,0 for general impression and slow tölt. Dögg is well educated, with good willingness and super character. Dögg is suitable for competition in T1 or 4-gait. Great mare with lots of potential
- CATEGORY Breeding Mares , Competition Horses , Horses for sale
Finna frá Kirkjubæ
Here you get the possibility to buy first price breedingmare Finna frá Kirkjubæ pregnant after the great stallion Krákur frá Blesastöðum 1A. Finna is born in 2003 and has recived 8,10 total in breeding show. Finna has 8,11 for conformation and 8,09 for ridden ability. Finna has very good pedigree. She is a daughter of the
- CATEGORY Breeding Mares , Horses for sale
Dögg frá Einhamri
Are you looking for a mare with great breeding line and material for a great 5-gait competition or just a really fun mare to ride. Dögg IS2011235265 is a perfect mare for a young rider that would like to compete in fivegait. This lovely mare has a great character, very calm and friendly but with
- CATEGORY Breeding Mares , Competition Horses , Family Horses , Horses for sale
Kæla frá Litlu-Tungu
Kæla frá Litlu-Tungu IS2008286956 Kæla is 10 years old mare after Rammi frá Búlandi, she has a very sweet character, not stressed or sensitive but with good willingness. Kæla has good and even gaits with high movements. She is 5-gaited but trained as a 4-gaiter. She is not for unexperienced riders. She has high movements
- CATEGORY Breeding Mares , Competition Horses , Horses for sale