Kæru seljendur íslenska hestsins

Með þessari nýju vefsíðu okkar er verið að leggja meiri áherslu á það sem hefur einkennt síðuna til þessa, að auka á trúverðugleika hestasölumennsku á Íslandi og hjálpa til við markaðssetningu á íslenska hestinum erlendis. Það eru því nokkur atriði sem þarf að hafa í huga ef þú hyggst nýta þjónustuna sem þú getur séð hér á síðunni undir “Seljendur”. Ef þú ert með fleiri en eitt hross til sölu skráðu þig á póstlistann okkar, þá færðu tölvupóst í hvert skipti sem fyrirspurn kemur inn þar sem óskað er eftir tilteknu hrossi. Þetta er nýjung og verður vonandi til þess að kaupendur fái að velja úr fleiri söluhrossum og auki almennt sölu til frambúðar. Með von um áframhaldandi ánægjuleg viðskipti við hesteigendu.